Dagskráin á morgun, söngstund og fleira.

Miðvikudagurinn 22.maí 2013.

09:00 Opnar vinnustofan og þar verður saumað, prjónað og heklað til klukkan 16:00.

13:00 Hefst póstúlínsmálun í handleiðslu Sheenu Gunnarsson, myndmenntakennara.

14:00 Verður svo sungið hástöfum í matsalnum með Helgu Gunnarsdóttur, tónlistakennara.

Allir velkomnir!

Image

Handverkssýning í Félagsmiðstöðinni

talgun Í dag, föstudaginn 3. maí, opnaði árleg handverkssýning vinnustofanna hér í Félagsmiðstöðinni að Aflagranda 40.

Sýningin er opin sem hér segir:

Föstudagurinn 3. maí frá kl. 13-17

Laugardagurinn 4. maí frá kl. 13-17

Mánudaginn 6. maí frá kl. 13-17

Allir hjartanlega velkomnir – heitt á könnunni og með því 🙂

 

Þjóðfræði í mynd

 

Þjóðfræði í mynd

 imagesCATGIXUM

Fimmtudaginn 11. apríl kl. 13:30

Sýnd verður myndin: Ásatrú við upphaf 21. Aldar

Hittumst í Krílakoti við hlið matsalarins

Árið 1972 hittust ellefu menn á fundi á Hótel Borg og lögðu grunninn að því að stofnað yrði ásatrúarfélag á Íslandi. Þá voru liðin rétt um eitt þúsund ár frá því að Íslendingar tóku kristni. Hefur hinn forn-norræni menningararfur blundað í Íslendingum öll þessi ár eða hvaða samfélagsþróun varð til þess að eftir öll þessi ár var blásið lífi heiðinn átrúnað?

Eggert Sólberg Jónsson rannsakaði heimsmynd ásatrúarmanna við upphaf 21. aldarinnar í MA ritgerð sinni í þjóðfræði. Í þættinum segir hann okkur frá niðurstöðum sínum, hvaða augum ásatrúarmenn líta trú sína, goðin og tilveruna. Eggert veltir því fyrir sér á hverju ásatrúarmenn í dag byggja trúna, hvaða heimildir þeir hafi um heiðin átrúnað fyrir kristnitöku. Er ásatrúin í dag vakning fornra trúarbragða sem legið hafi í dvala eða er um að ræða endursköpun, einhverskonar tilgátu um hvernig átrúnaður var fyrir árið 1000? Hvaða máli skipta tengslin við trúna fyrir þúsund árum síðan ásatrúarmenn í dag?

Auk Eggerts er rætt við Jóhönnu Harðardóttur Kjalnesingagoða um heimsmynd ásatrúarmanna og samfélag heiðinna manna á Íslandi

Sýning myndarinnar tekur um 15 mínútur og verða umræður í lok hennar.

Allir velkomnir!

Páskafrí – lokað

Félagsmiðstöðin Vesturreitir verður lokuð fimmtudaginn 28. mars, föstudaginn 29. mars og mánudaginn 1. apríl.

Mötuneytið verður þó opið laugardaginn 30. mars en þeir sem hyggjast borða þann dag eru vinsamlegast beðnir um að panta fyrir kl. 9:30 miðvikudaginn 27. mars.

Með von um ánægjulega hátíð – Gleðilega páska

Starfsfólk Vesturreita

14249309-2013-easter-3d-text

Starfsdagur

Á föstudaginn s.l. 15. mars var starfsdagur hjá okkur hér að Aflagranda 40, Vesturgarði og Þorraseli í Hlöðunni upp í Grafarvogi. Mikil og góð þátttaka starfsmanna var og mikil ánægja með daginn í heild sinni enda nutum við frábærra fyrirlestra, skemmtiatriða og góðs matar. Látum myndirnar tala sínu máli 🙂

102_3011 102_3015 102_3016 102_3019 102_3022 102_3023 102_3024 102_3026 102_3030 102_3033 102_3034 102_3036 102_3042